En hvað með 9.8 milljarða tap Landsvirkjunar á fyrri parti ársins 2013 vegna tengingar orkuverðs við álverð?

Landsvirkjun: Samandreginn árshlutareikningur jan. - jún. 2013

http://www.landsvirkjun.is/Media/Arshlutareikningur_janjuni_2013.pdf

Skýringar framhald: Tap fyrir skatta 85.312 þúsund USD sem gera c.a.9.8 milljarða ISK.
Þetta tap skýrist af tengingu orkuverðs við álverð.

Hefur enginn áhyggjur af því?


mbl.is 9000 tonna framleiðslutap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hvaða gerningur veldur því að 33 milljónir USD koma inn sem tekjur á skattahliðinni og lækka heildartapið þar með í 52 millj USD eða 5,9 milljarða cirkabát?

Mér finnst nú rekstrartölur LV með ágætum, 50% eftir afskriftir hefur talist gott hingað til og 37% eigið fé er nú varla til að valda miklum skjálfta.

Ef þú getur skilið hvað er á bakvið og hvernig liðurinn "Gangvirðisbreytingar innbyggðra afleiða" er og hver virkni þeirra afleiða er, þá myndi ég gjarnan vilja fá kennslu. Ég get ekki séð að þessi tala sé til innheimtu eða fallin á LV yfir höfuð.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.1.2014 kl. 21:09

2 Smámynd: Ómar S. Jónsson

"Gangvirðisbreytingar innbyggðra afleiða"  þýðir tengingar orkuverðs við álverð.  Afsláttur á sköttum ríkisfyristækisins Landsvirkjunar til ríkisins  breytir engu í þessu sambandi.

Ómar S. Jónsson, 17.1.2014 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband